fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Sádar ætla ekki bara að reyna að heilla Messi með peningum – Þetta er sögð áætlun þeirra til að lokka hann til sín

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. maí 2023 13:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Lionel Messi mun semja við nýtt félag í sumar. Það á bara eftir að koma í ljós hvar það verður en Sádi-Arabía þykir líklegur áfangastaður.

Hinn 35 ára gamli Messi var settur í tveggja vikna bann af félagi sínu, Paris Saint-Germain, á dögunum. Argentínumaðurinn hafði einmitt farið til Sádi-Arabíu, þar sem hann er sendiherra ferðaiðnaðar, á sama tíma og hann átti að vera á æfingu.

Christophe Galtier hafði sett á aukaæfingu eftir tap PSG gegn Lorient. Messi bjóst ekki við því og fór í sitt ferðalag.

Í kjölfar þess að Messi var settur í bann var greint frá því að hann væri á förum frá PSG í sumar.

Síðan hefur hann verið orðaður við nokkur félög. Aðallega hafa hans fyrrum lið, Barcelona og Al-Hilal í Sádi-Arabíu verið nefnd til sögunnar.

Börsungar eru í fjárhagsvandræðum og þykir líklegra að Messi endi í Sádi-Arabíu.

Al-Hilal er að undirbúa samning sem myndi færa Messi 400 milljónir punda.

Þá segir El Chiringuito frá því að félagið ætli að bjóða Sergio Busquets og Jordi Alba, fyrrum liðsfélögum Messi hjá Barcelona, samninga.

Samningur Busquets við Börsunga er að renna út en Alba á ár eftir af samningi sínum. Hann er þó til í að fara í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það
433Sport
Í gær

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami

Beckham lætur í sér heyra á X-inu eftir að skotið var fast á Inter Miami
433Sport
Í gær

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta