fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Segir Arnar Þór hafa lent í ómannlegum aðstæðum í starfi – „Ég held að hann hafi bara aldrei náð sér upp úr því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 7. maí 2023 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Þar var brottrekstur Arnars Þórs Viðarssonar frá KSÍ meðal annars til umræðu.

Um mánuður er síðan Arnar var rekinn úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Hann hafði gegnt starfinu frá því í lok árs 2020. Slæmt tap gegn Bosníu í undankeppni EM 2024 þýddi hins vegar að Arnar var rekinn í lok mars.

„Það er hægt að deila um tímapunktinn. Ég held að þetta hafi verið erfitt fyrir Arnar alveg frá því hann tók við. Hann var settur í ákaflega erfiða stöðu að þurfa að svara fyrir ýmiss mál. Ég held að hann hafi bara aldrei náð sér upp úr því,“ segir Hörður, en margt gekk á skömmu eftir að Arnar tók við landsliðinu, eins og flestir þekkja.

„Arnar var ákaflega óheppinn. Fyrir það fyrsta var forystan sem réði hann ekki lengur til staðar, það voru 15-20 leikmenn sem hann gat ekki valið.

Hann var látinn sitja fyrir svörum um hluti sem forystan átti að svara, ekki hann. Hann var settur á einhvern blaðamannafund. Þar hefði forystan átt að standa fyrir sínu máli frekar. Mér hefur fundist vanta sterkari forystu. Það sem dundi á Arnari var varla mannlegt á köflum. Ég held að það hefðu ekki margir þolað það í þessi ár sem hann var þó að vera þarna í brúnni.“

Hörður Magnússon.
© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Hörður er ánægður með ráðninguna á Age Hareide, sem tók við af Arnari.

„Það er að mínu mati mjög sterk ráðning,“ segir hann og hefur trú á að Ísland fari aftur á stórmót.

„Það verður ekki á EM en ég myndi ekkert útiloka HM 2026. Það gæti verið last, last dance.“

Hörður bendir þó á að kröfur íslensku þjóðarinnar geti verið of miklar.

„Það er ekki eðlilegt að komast á tvö stórmót í stærstu íþrótt heims.

Við erum náttúrulega ekki eðlileg þjóð. Við erum alveg ótrúleg,“ segir hann og hlær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Í gær

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard