Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Þátturinn verður vikulega alla föstudag.
Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.
„Hvert getur hann farið? Mér finnst líklegast að hann endi í Sádíu Arabíu. Það er talað um 400 milljónir evra, Barcelona er að reyna að kokka bækurnar. Þetta er áhugavert, PSG vill líka losna við Neymar,“ sagði Hjörvar þegar umræðan barst að Lionel Messi.
Messi er í banni hjá PSG næstu dagana og hefur tekið ákvörðun að fara í sumar. Líklegt er talið að val hans standi á milli Sádí Arabíu eða endurkomu til Barcelona.
„Þetta verður stórt sumar, PSG þarf að breyta öllu og hugsa þetta upp á nýtt,“ segir Hjörvar.
Stuðningsmenn PSG gerðu allt vitlaust í vikunni, fóru fyrir utan höfuðstöðvar félagsins og gagnrýndu Messi. Þá fóru þeir að heimili Neymar og létu hann heyra það.
„Það kemur mér meira og meira á óvart hversu mikil ástríða er í stuðningsmönnum PSG. Ég sem Barcelona maður, mér finnst það vitleysa. Þeir eru í uppbyggingu, hann kemur inn sem aðalmaðurinn,“ segir Hrafnkell.
Vandræði Messi í París snúast um ferð hans til Sádí Arabíu. Eftir tap gegn Lorient um síðustu helgi fór Messi í ferðalag, hann fær ríkulega borgað frá Sádí Arabíu fyrir að kynna landið.
„Messi hjá Barcelona, hann sleppti æfingu til að fara til Sádíu Arabíu það var ekkert hjá vesen. Hjá PSG eru aðrir leikmenn sem spyrja af hverju er Messi ekki á æfingu,“ segir Hjörvar.
Búið var að lofa fríi ef PSG myndi vinna Lorient en leikurinn tapaðist, því var æfing á mánudag sem Messi skrópaði á.
„Hann var búinn að fresta þessari ferð tvisvar. Það er nánast búið að reka hann,“ segir Hjörvar.
Hjörvar segir að dvöl Messi í París sé þó ekki sorgleg eins og Helgi og Hrafnkell gáfu til kynna. „Alltof dramatískt að kalla þetta sorglegt, þetta er búið að vera eins hjá PSG öll þessi ári. Hann er búinn að skora fullt og selja fullt af treyjum. Núna taka við Sádí peningarnir, hann er ekki að fara í Manchester City núna.“
„Maður veltir því fyrir sér með menn sem eiga svona ógeðslega mikinn pening, af hverju þurfa þeir alltaf miklu meiri pening. Er eitthvað gaman að fara til Sádí að spila fótbolta?,“ segir Dr. Football.
Umræðuna má heyra hér að neðan.