Þór 2 – 1 Vestri
1-0 Marc Rochester Sörensen(’18)
1-1 Bjarki Þór Viðarsson(’43, sjálfsmark)
2-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson(’72)
Eina leik dagsins í Lengjudeildinni er nú lokið en Þór og Vestri áttust þá við á Akureyri.
Spilað var í Boganum á Akureyri en öll mörk leiksins gerðu leikmenn Þórs þars sem mark Vestra var sjálfsmark.
Bjarki Þór Viðarsson varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark fyrir heimamenn sem kom þó ekki að sök eftir sigurmark Bjarna Guðjóns Brynjólfssonar er 18 mínútur voru eftir.
Um var að ræða fyrsta leik liðanna í deildinni og byrja Akureyringar af krafti að þessu sinni.