fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Fimm sem gætu farið frá Arsenal – Voru lykilmenn í fyrra en sjá nú varla grasið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal gæti selt allt að fimm leikmenn í sumar til að fá inn fjármuni fyrir öðrum.

Skytturnar hafa verið í toppbaráttu við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni allt tímabilið en virðast vera að missa af titlinum til ríkjandi meistaranna.

Arsenal ætlar hins vegar ekki að leggja árar í bát og vill styrkja sig vel í sumar. Menn eins og Declan Rice hafa verið nefndir til sögunnar í tengslum við það.

Daily Mail segir hins vegar að fimm leikmenn séu líklegir til að fara á móti.

Á þeim lista eru Emile Smith Rowe og Kieran Tierney til að mynda. Báðir voru í mun stærri hlutverkum í fyrra en hafa lítið fengið að spreyta sig í ár.

Rob Holding, sem hefur fengið tækifærið undanfarið í fjarverju William Saliba, fer hugsanlega einnig.

Þá er Folarin Balogun nefndur á listanum. Hann er á láni hjá Reims og hefur raðað þar inn mörkum, skorað 18 mörk í frönsku úrvalsdeildinni.

Loks er Reiss Nelson líklegur til að fara. Hann fer þó líklega á frjálsri sölu þar sem samningur hans er að renna út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok