Það var dregið í riðla í Þjóðadeild UEFA í gær. Um er að ræða fyrstu útgáfu keppninnar í kvennaflokki. Nú hafa leikdagar verið staðfestir.
Ísland, sem er í 14.sæti heimslistans, er í A-deild. Þar drógust stelpurnar okkar í riðil með Þýskalandi, Danmörku og Wales.
Þýskalandi er í öðru sæti heimslistans en Danmörk í því fimmtánda. Wales er í 31. sæti.
Keppnin fer af stað í haust og hafa leikdagar verið staðfestir.
Leikdagar Íslands
Ísland – Wales 22. september
Þýskaland – Ísland 26. september
Ísland – Danmörk 27. október
Ísland – Þýskaland 31. október
Wales – Ísland 1. desember
Danmörk – Ísland 5. desember