Nik Chamberlain þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna er verulega óhress með það hvernig KSÍ og rétthafinn Sýn hefur starfað undanfarna daga. Búið er að fresta leik liðsins gegn Selfoss í tvígang.
Leikurinn átti fyrst að fara fram í gær en var frestað og átti að fara fram á miðvikudag, nú er búið að fresta leiknum til fimmtudags en sú ákvörðun barst Nick síðdegis í dag.
„Leikurinn gegn Selfossi átti að vera í gær en vegna þess að það var snjór var okkur ráðlagt að fresta leiknum til 3 maí. KSÍ hefði getað gert þetta betur en það sem gerðist síðdegis er algjör óvirðing við þá sem taka þátt,“ segir Nick á Twitter.
„Leikurinn átti að vera í beinni útsendingu í sjónvarpi og átti að vera á morgun, samkvæmt því sem ég heyri þá varð það á teikniborðinu um helgina að vegna karlaleiks þá yrði leikurinn færður til fimmtudags til að vera í sjónvarpinu. Þessa upplýsingar bárust okkur þjálfurunum ekki fyrr en fyrir klukkutíma,“ segir Nick í færslu sem birtist rétt fyrir 17:00 í dag.
„Þetta er óafsakanlegt.“
„Hvorugt félaganna var með í ráðum og hvað væri best fyrir leikmennina, þjálfarana og þá sjálfboðaliða sem koma að málinu. Við höfum þurft að breyta planinu, hætta við próf, breyta vöktum og finna barnapíu.“
Nick virðist kenna rétthafanum Sýn um hvernig málið þróast og mun neita að veita miðlum þeirra viðtal „Ég, starfsfólk mitt og leikmenn munum ekki veita Stöð2 nein viðtöl.“