Launakostnaður liða í Bestu deild karla var birtur í skýrslu Deloitte og KSÍ í gær. Þar kom í ljós að Valur greiðir mestan launakostnað til leikmanna, eða 209 milljónir króna árið 2022. Þetta var tekið fyrir í Þungavigtinni og þar vakti launakostnaður KR sérstaklega athygli.
Launakostnaður KR var nefnilega aðeins 61 milljón. Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson kaupir það ekki.
„Gleymdu hugmyndinni að launakostnaður KR á leikmönnum sé 61 milljón,“ segir hann.
„Svarti Pétur hlýtur að banka reglulega upp á í Vesturbænum. Glætan að þeir séu að borga 61 milljón.“
Þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason tók í sama streng.
„Ég er sammála. Það er einhver lykt af þessu.“
Kristján bendir hins vegar á að hægt sé að greiða laun leikmanna í öðru formi.
„Kannski eru þeir á launum hjá einhverjum fyrirtækjum úti í bæ. Það er líka alveg hægt.“
Sem fyrr segir greiddi Valur 209 milljónir króna í launakostnað í fyrra. Þar á eftir kemur Breiðablik með 179 milljónir.
Hér að neðan má sjá launakostnað liða í efstu deild karla í heild.