Mauricio Pochettino er á barmi þess að taka við sem knattspyrnustjóri Chelsea en viðræður hafa staðið yfir síðustu vikur.
Pochettino hefur fundað með forráðamönnum Chelsea undanfarna daga og er munnlegt samkomulag sagt í höfn
Pochettino vill byrja á því að opna dyrnar fyrir Romelu Lukaku sem er í dag á láni hjá Inter Milan.
Pochettino telur að belgíski framherjinn geti fundið taktinn á Stamford Bridge á næstu leiktíð en Telegraph fjallar um málið.
Thomas Tuchel losaði Lukaku síðasta sumar en ári áður hafði Chelsea borgað 100 milljónir punda fyrir framherjann.