Vincent Kompany stýrði Burnley til sigurs í Championship deildinni í kvöld en hann er á sínu fyrsta ári í starfi.
Kompany réðst í gríðarlegar breytingar hjá Burnley og fékk inn marga nýja leikmenn, þessi ungi belgíski stjóri náði frábærum árangri.
Í tilefni af því ákvað FIFA að birta myndskeið af mjög ungum Kompany þar sem hann var í Belgíu.
Kompany fór þar yfir fótboltann og hvernig hann sá hann, í kjölfarið fylgir svo myndband þar sem Kompany er stjóri Anderlecht.
Myndskeiðið má sjá hér að neðan.
You could tell @VincentKompany was destined to be a manager from a very young age 📈🧠
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) April 25, 2023