fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Mourinho óvænt á blaði brasilíska knattspyrnusambandsins – Ancelotti efstur á lista en hann vill ekkert ræða eins og er

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. apríl 2023 13:00

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska knattspyrnusambandið leitar enn að þjálfara fyrir karlalandslið sitt. Nokkur stór nöfn eru á blaði.

Carlo Ancelotti hjá Real Madrid er efstur á óskalista sambandsins. Talið er að hann losni frá spænska liðinu ef það verður ekki Evrópumeistari í vor.

Fari svo að Ancelotti verði áfram hjá Real Madrid hefur brasilíska sambandið sett saman lista yfir menn sem gætu tekið við ef ekki tekst að ráða Ancelotti.

Þar má nefna Jorge Jesus hjá Fenerbahce, Fernandro Diniz hjá Flumiense, Abel Ferreira hjá Palmeiras og sjálfan Jose Mourinho.

Mourinho er í dag við stjórnvölinn hjá Roma en eins og allir vita er hann raðsigurvegari með mörgum af stærstu liðum Evrópu. Portúgalinn væri því vænlegur kostur fyrir Brasilíu.

Sem fyrr segir er Ancelotti þó efstur á blaði. Þó svo að hann sé talinn áhugasamur um starfið hefur hann ekki vilja ræða við brasilíska sambandið þar sem Real Madrid er á afar mikilvægum stað á tímabili sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni

Besta deildin: Jafnt hjá FH og Stjörnunni
433Sport
Í gær

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Í gær

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA