fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Mögnuð samantekt: Skelþunnur lagði milljarðamæringurinn sig undir borði á miðjum viðskiptafundi – Svo gerði hann þessa kröfu

433
Mánudaginn 17. apríl 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Ashley er einn skrautlegasti eigandi knattspyrnufélags í sögunni. The Upshot tók saman magnaðar sögur frá ferli hans sem eigandi Newcastle.

Það var árið 2007 sem Ashley keypti Newcastle á 133 milljónir punda. Hann varð vinsæll til að byrja með, þá sérstaklega eftir að hann sást þamba heilt glas af bjór uppi í stúku á leik einum.

Áfengi var aldrei langt undan þar sem Ashley var og truflaði það hann ekki að vera í vinnunni á meðan hann neytti þess. Eitt sinn drakk hann 12 bjóra og fjöldan allan af tekílaskotum í drykkjukeppni við bankasérfræðing. Hann ældi svo í arininn. Eitt sinn lagði hann sig svo undir borði á viðskiptafundi og sagðist ekki ætla að koma undan því fyrr en einhver kæmi með bjór á svæðið.

Ashley var hins vegar ekki lengi vinsæll hjá stuðningsmönnum Newcastle. Hann kom félaginu í gríðarmikla skuld. Hann skar niður í kostnaði með því að ráða félaga sína í störf á bak við tjöldin og skömmu síðar hætti þjálfarinn Kevin Keegan, við litla hrifningu stuðningsmanna.

Ashley gerði margt annað til að pirra stuðningsmenn. Hann breytti til að mynda nafni heimavallarins St James Park í Sports Direct Arena, en Ashley er eigandi Sports Direct.

Þá gaf hann Alan Pardew og starfsliði hans 8 ára samninga árið 2012. Þeir voru hættir skömmu síðar en það þurfti að borga þeim til 2020.

Árið 2021 seldi Ashley loks félagið til fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu fyrir 300 milljónir punda. Hann græddi 55 milljónir punda og fagnaði á bar í London. Þegar hann fór gaf hann barþjóninum aðeins fimm pund í þjórfé.

Fleiri magnaðar sögur eru í meðfylgjandi þræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun

Pablo Punyed spilar sinn síðasta leik fyrir Víking á morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“

Eiður Smári líkir þessu við að ganga í gegnum skilnað – „Hver sagði hvað og hvernig, hver er ástæðan?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“

Slot hefur ekki áhyggjur af Salah en segir – „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja nákvæmlega“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta

Þessi stórlið fá afslátt af framherjanum eftirsótta