fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Viðar kallar eftir því að KSÍ upplýsi um greiðslur sem karla og kvennalandsliðin eru að fá í sinn vasa

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. apríl 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þinggerð frá ársþingi KSÍ sem fram fór í febrúar hefur verið birt á vef Knattspyrnusambandsins. Þar er farið yfir allt sem fram fór á þinginu.

Formaður FH, Viðar Halldórsson tók til máls á þinginu eins og venja ber en hann ræddi um ársreikning sambandsins. 23 milljóna króna hagnaður var eftir að búið var að greiða fjármuni út til félaganna.

Úr þinggerð KSÍ segir. – „Viðar Halldórsson (FH) tók til máls. Viðar sagði það ótækt að KSÍ fengi ekki krónu úr afrekssjóði ÍSÍ. Hann sagðist vonast til að sjá breytingu á því. Viðar sagði niðurstöðu ársreikningsins frábæra og óskaði KSÍ til hamingju með góðan ársreikning,“ segir í þinggerðinni

Viðar kallar þó eftir því að það sé opinberað hvað KSÍ greiðir í bónusgreiðslur til leikmanna karla og kvennalandsins. Vitað er að KSÍ borgar 300 þúsund krónur á hvern leikmann fyrir sigur.

„Viðar sagði að taka mætti fram bónusgreiðslur til leikmanna karla og kvenna. Hann jafnframt sagði það miður að umræðan væri sú að félögin væru að fá of mikinn pening. KSÍ væri ekkert annað en félögin í landinu,“ segir að lokum í þinggerð þegar vitnað er í orð Viðars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Í gær

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Í gær

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“