fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Vanda rýfur þögnina um þjálfaraleitina: Þrír aðilar stýra ferðinni – Gefur upp dagsetningu um hvenær á að klára málið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 10:57

Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ segir að krafan hjá KSÍ sé að næsti þjálfari karlalandsliðsins sé með mikla reynslu úr alþjóðlegum fótbolta. Vanda segist vonast til þess að ráða þjálfara áður en maí mánuður fer af stað.

Vanda og stjórn hennar tók þá ákvörðun á dögunum að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi eftir aðeins tvo leiki í undankeppni Evrópumótsins.

„Það er ekki búið að finna nýjan þjálfara,“ Vanda á Morgunvaktinni á Rás1 í morgun. „Við förum á stúfana sjálf og svo berast nöfn til okkar, það var áhugi á þessu. Í gegnum umboðsmenn, vini og velgjörðamenn Íslands hafa borist nöfn. Þetta hefur verið skemmtilegt.“

Vanda segir að hún og tveir aðilar úr stjórn KSÍ fari með málið og vinni mest í þessu. Hún gefur þó ekki upp hverjir það eru en ætla má að Ívar Ingimarsson, formaður landsliðsnefndar sé einn þeirra.

„Við erum þrjú að vinna að þessu mest, erum að halda þessu saman. Það styttist í næstu leiki í þessari undankeppni, við ætlum að vanda okkur og vera fagleg, við erum með ferli sem við vinnum eftir og svo með þessa klukku sem tifar.“

„Ég vona að fólk skilji það að það er eðlilegt á þessu stigi að þetta er viðkvæmt og allt það. En það eru aftur á móti kríteríur og við höfum verið að leggja áherslu á reynslu. Við viljum fá reynslumikinn þjálfara sem hefur reynslu úr alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Vanda á Rás1

Vanda segist vonast eftir því að þjálfarinn sem taki við hafi reynslu af þjálfun landsliða.

„Gjarnan landslið. En svo setur þú markið hátt og mér finnst að við eigum að gera það. Það er okkar hlutverk að finna eins góðan þjálfara og við mögulega getum,“

„Já, það gæti alveg farið svo, alveg eins,“ sagði Vanda þegar hún var spurð á Rás2 um það hvort þjálfarinn yrði erlendur.

Vanda segir að ekki margir Íslendingar mæti þeim kröfum sem hún og þessir tveir aðilar sem vinna að málinu með henni setja.

„En við vitum það náttúrulega öll að það eru ekkert svo margir sem uppfylla þessi viðmið af íslenskum þjálfurum. Sumir þeirra hafa nú talað um það sjálfir. Óskar Hrafn [Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks] talaði til dæmis um það í viðtali að það þyrfti einhvern reynslubolta í þetta. En við erum samt ekki að útiloka neitt.“

„Það geta verið alls konar launakröfur og það er ekkert víst að þeir sem við viljum fá svari okkur játandi. Þannig við vitum ekkert hvernig þetta fer. En við vildum allavega byrja á því að setja markið hátt.“

Vanda segir þó að KSÍ geti ekki borgað laun eins og önnur stór sambönd í Evrópu. „Í rauninni ekki, ekki þarna. Það er á mörgum stöðum sem við erum ekki samkeppnishæf,“ segir Vanda.

Þegar Vanda var spurð að því hvenær hún vildi vera búinn að klára ráðninguna. „Á næstu vikum, ég myndi helst vilja í síðasta lagi 1. maí,“ segir Vanda.

Vanda var svo spurð út í brottrekstur Arnars Þórs sem var  rekinn eftir 7-0 sigur á Liechtenstein, Vanda veit ekki til þess að þjálfari hafi áður verið rekinn eftir 7-0 sigur.

„Ég veit ekki til þess, ég skil að fólki finnist það sérsakt. Við í raun sögðum upp vinnuskyldu hans, það var að trú stjórnar KSÍ á þessa vegferð dvínaði. Við tókum ítarlega umræðu um þetta, það væri niðurstaða stjórnar að við værum ekki á réttri leið og hann væri ekki rétti maðurinn,“ sagði Vanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“