fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Fyrstu mörk Jóhanns á heimavelli í rúm tvö ár – „Viljum vinna deildina og við viljum reyna að ná stigametinu“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður vel og sérstaklega að geta hjálpað liðinu. Ég var svekktur að vera á bekknum en svona er þetta, það var leikur fyrir tveimur dögum og fyrir gamlan líkama þá þarf stundum að hvíla hann. Að geta komið inn í hálfleik og hjálpað er frábært,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Burnley eftir tvö mörk í 2-0 sigri á Sheffield United í gær.

Fyrra mark Jóhanns var hans fyrsta mark á heimavelli í rúm tvö ár en Burnley tryggði sig upp í ensku úrvalsdeildina á föstudag. Liðið er nú með fjórtán stiga forskot á Sheffield í öðru sætinu og þarf tvo sigra til viðbótar til að vinna deildina.

„Ég átti bara að spila minn leik á miðjunni. Reyna að keyra inn í teig, sem betur fer datt boltinn tvisvar fyrir mig og þetta voru tvö fín skot.“

„Þetta var allt of langur tími frá síðasta marki og eins og ég sagði hef ég verið að reyna að leggja mitt af mörkum með stoðsendingum og mörkum, og ég hef verið aðeins meira að leggja upp mörk. Vonandi get ég bætt við nokkrum mörkum út tímabilið.“

Eins og fyrr segir tryggði Burnley sig upp í úrvalsdeildina á föstudag. „Það er ekki langt frá þeim leik, þar voru allar tilfinningarnar sem fylgdu því að fara upp og svo kemur þessu leikur og það hefur eflaust haft áhrif.“

„Við viljum vinna deildina og við viljum reyna að ná stigametinu, við vitum að það er hægt. Kompany er miskunnarlaus, hann er með pressu á okkur á hverjum degi, á hverju augnabliki. Við viljum vinna alla leiki, við viljum vinna bikarinn og slá metið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina