fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Neville segir að Arsenal vinni deildina ef þetta gerist – Rifjar upp orð Ferguson

433
Föstudaginn 7. apríl 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og Manchester United goðsögnin Gary Neville telur að Arsenal verði Englandsmeistari ef liðið vinnur Liverpool á Anfield á sunnudag.

Skytturnar eru með átta stiga forskot á Manchester City á toppi deildarinnar. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða.

Á sunnudag heimsækir Arsenal Anfield. „Ef Arsenal fer á Anfield og sigrar myndi ég klárlega segja að titilinn sé þeirra því sjálfstraustið sem hlýst af því er ótrúlegt. Ef þeir tapa verður titilbaráttan hins vegar galopin.

Sir Alex Ferguson sagði oft við okkur að ef þú átt útileik gegn Liverpool á þessum tíma árs og sigrar, sigrir þú deildina. Það reyndist oft rétt.“

Neville hefur ekki haft mikla trú á Arsenal þrátt fyrir frábært gengi á leiktíðinni en viðurkennir að liðið hafi komið honum mikið á óvart. Hann telur þó enn að City verði meistari.

„Fyrir 2-3 mánuðum taldi ég að Arsenal myndi enda 10-15 stigum á eftir Manchester City. Það verður auðvitað ekki svo. Nú er þetta 50/50.“

Neville telur að betra yrði fyrir ensku úrvalsdeildina að Arsenal vinni deildina en City þar sem síðarnefnda liðið hefur unnið hana fjórum sinnum af síðustu fimm tímabilum.

„Enginn hélt að Arsenal gæti unnið deildina. Þetta átti að vera á milli City og Liverpool. Ef Arsenal vinnur úrvalsdeildina undirstrikar það ástæðu þess að við elskum hana. Við viljum halda að þetta sé samkeppnishæf deild þar sem allir geta unnið alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona