fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Myndband af Blake Lively vekur mikla athygli – Bað hana um að skila kveðju á kærustuna en þá kom óvænt svar stjörnunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Blake Lively var mætt á heimavöll Wrexham um helgina. Eiginmaður hennar er Ryan Reynolds, leikari og eigandi Wrexham.

Það hefur verið mikið stuð í kringum Wrexham. Kvennalið félagsins komst upp um deild um helgina og tryggði sér stöðu sem hálf-atvinnumannalið.

Þá er karlaliðið á góðri leið með að koma sér upp í ensku D-deildina úr utandeildinni.

Lively var vitaskuld í stuði um helgina og sló á létta strengi þegar stuðningsmaður bað hana um að heilsa upp á kærustu sína á myndbandi.

„Blake, getur þú sagt hæ við Stephanie, kærustuna mína?“ spurði stuðningsmaðurinn.

„Hæ, Stephanie. Þú ættir að fara frá honum,“ svaraði Lively og uppskar mikinn hlátur.

Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið