fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Klukkan tifar: Hafa ekkert aðhafst í málum Milner þrátt fyrir skoðun Klopp á framtíð hans

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 27. mars 2023 18:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

For­ráða­menn Liver­pool hafa enn ekki opnað á við­ræður við James Milner, einn reynslu­mesta leik­mann liðsins, um nýjan samning þrátt fyrir að knatt­spyrnu­stjórinn Jur­gen Klopp vilji ólmur halda honum. Frá þessu greinir The At­hletic í kvöld.

Nú­verandi samningur þessa 37 ára gamla miðju­manns rennur út eftir yfir­standandi tíma­bil en Milner er í miklum metum hjá Klopp sem og stuðnings­mönnum Liver­pool.

Þó svo að búast megi við því að miðja Liver­pool muni taka miklum breytingum milli keppnis­tímabila vill Klopp halda í Milner og horfir þá helst í reynslu leik­mannsins, leið­toga­hæfi­leika sem og hversu margar stöður hann getur leyst. Klopp vill nýta krafta Milner í eitt tíma­bil í við­bót.

Sjálfur ætlar Milner sér að halda at­vinnu­manna­ferlinum á­fram og vill hann helst gera það hjá Liver­pool og spila sitt níunda keppnis­tímabil fyrir fé­lagið. Hins vegar hafa engar við­ræður átt sér stað á þessu ári.

Milner á að baki 321 leik fyrir Liver­pool en hann gekk til liðs við fé­lagið á frjálsri sölu frá Manchester City árið 2015. Hann á að baki yfir 600 leiki í ensku úr­vals­deildinni og næsti leikur hans fyrir Liver­pool í deildinni mun sjá til þess að hann jafnar leikja­fjölda Frank Lampard sem er jafn­framt þriðji mesti leikja­fjöldi leik­manns í ensku úr­vals­deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu