fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Eitt mark í fjórtán leikjum, 26 leikir án sigurs og númer 198 í heiminum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. mars 2023 09:51

Cristiano Ronaldo fór illa með lið Liechtenstein í síðasta leik. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein

Andstæðingur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni Evrópumótsins 2024 í dag, Liechtenstein, er langt frá því að vera svo sterkasti. Liðið hefur ekki unnið fótboltaleik síðan haustið 2020.

Strákarnir okkar þurfa að svara fyrir afhroð í Bosníu-Hersegóvínu á fimmtudag með sannfærandi frammistöðu og öruggum sigri í Liechtenstein í dag. Tap eða jafntefli yrði sannkallað stórslys.

Andstæðingur Íslands hefur nefnilega tapað 14 leikjum í röð og ekki unnið í 26 leikjum í röð. Síðasti leikur Liechtenstein tapaðist 4-0, gegn Portúgal.

Rene Pauritsch stýrir Liechtenstein til bráðabirgða. Getty

Síðasti sigur Liechtenstein kom gegn Lúxemborg í október 2020. Þá vann liðið 2-1 sigur í vináttuleik. Liðið hefur nú skorað eitt mark í síðustu fjórtan leikjum sínum.

Þá er Liechtenstein númer 198 á styrkleikalista FIFA. Strákarnir okkar eru til samanburðar númer 63, hafa oft verið hærra.

Þjálfari heimamanna í dag er Rene Pauritsch. Hann er þó aðeins til bráðabirgða. Eftir að Martin Stocklasa yfirgaf landsliðið til að taka við Vaduz var ákveðið að Pauritsch myndi stýra Liechtenstein gegn Portúgal og Íslandi.

Leikmenn Liechtenstein spila flestir hverjir í heimalandinu en þó er töluvert af þeim á mála hjá liðum í neðri deildum nágrannalandanna, Austurríki, Sviss og Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu