fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Arnar Þór: „Ég er ekki fæddur í gær“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 25. mars 2023 17:37

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Liechtenstein

Á morgun spilar íslenska karlalandsliðið sinn annan leik í undankeppni EM 2024. Andstæðingurinn er Liechtenstein. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Það hefur verið reiði hjá íslensku þjóðinni eftir 3-0 tap íslenska liðsins gegn Bosníu-Hersegóvínu á fimmtudag.

Mikið er fjallað um Arnar en hann les hins vegar lítið af því.

„Ég hef haft þá reglu alveg frá því ég var leikmaður að ég les ekki mikið af fréttum þegar ég veit að þær eru um mig.

Ég er ekki fæddur í gær. Ég les nánast ekkert en ég er mjög meðvitaður um það að fólk er fúlt. Við erum það líka.“

Arnar vill einbeita sér að leiknum við Liechtenstein eins og er og fara yfir Bosníuleikinn síðar.

„Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þetta var erfiður útileikur. Við erum hundfúlir yfir að hafa ekki náð að gera betur. Ég þarf hins vegar að beina þessari umræðu frá mér núna og einbeita mér að því sem ég þarf að gera. Það er að undirbúa liðið fyrir morgundaginn. Þegar það er búið er ekkert mál að ræða alls konar hluti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum