fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Góðkunningi Eiðs Smára stendur nú á krossgötum

433
Fimmtudaginn 16. mars 2023 20:00

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jimmy Floyd Hasselbaink, sem á sínum tíma myndaði ógnarsterkt sóknarpar með Eiði Smára Guðjohnsen hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea er sagður eiga í viðræðum við enska knattspyrnusambandið um að gerast þjálfari í þjálfarateymi Gareth Southgate hjá enska karlalandsliðinu.

Það er The Athletic sem greinir frá en Southgate er að stokka upp í þjálfarateymi sínu hjá enska landsliðinu fyrir undankeppni EM 2024.

Hasselbaink er án starfs eftir að hafa sagt upp störfum sem þjálfari enska neðri deildar liðsins Burton Albion. Hann er hugsaður sem kjörinn arftaki Chris Powell í þjálfarateymi enska landsliðsins en sá lauk störfum með liðinu eftir HM í Katar undir lok síðasta árs.

Hasselbaink er vel þekkt stærð á Englandi en hann skoraði á sínum tíma 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni með liðum á borð við Chelsea, Leeds United, Middlesbrough og Charlton.

Á sínum þjálfaraferli hefur Hasselbaink þjálfað lið á borð við Royal Antwerp, Queens Park Rangers og Northampton auk Burton Albion.

Hasselbaink og Eiður Smári hjá Chelsea á sínum tíma / GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Í gær

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“