fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

„Arnar Þór Viðarsson er að fara að leggja störf sín í dóm kjósenda“

433
Sunnudaginn 12. mars 2023 17:00

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á Hringbraut á laugardag ásamt Herði Snævar Jónssyni, íþróttastjóra á Torgi.

Rætt var um komandi landsleiki hjá karlalandsliðinu í fótbolta en liðið er að hefja leik í undankeppni Evrópumótsins 2024.

„Nú er komið að því, Arnar Þór Viðarsson er að fara að leggja störf sín í dóm kjósenda. Hann tók við liðinu og það gekk á ýmsu,“ sagði Hörður Snævar en Arnar Þór opinberar hóp sinn í næstu viku.

Arnar hefur á undanförnum árum verið að búa til kjarna sem á að bera liðið uppi á þessu ári.

„Hann hefur fengið tíma til að skapa sitt verk, fyrsti leikur í Bosníu er ekkert eðlilega mikilvægur leikur. Það eru þarna Liechtenstein og Lúxemborg en það verða úrslitin gegn Bosníu og Slóvakíu sem munu telja hvort liðið nái öðru sætinu í riðlinum, sem er farmiðinn á Evrópumótið í Þýskalandi.“

Alfreð Finnbogason er að finna markaskóna og Hörður fagnar endurkomu hans. „Það vantar markaskorara í þetta lið, svo er bara að allir haldist heilir áður en hópurinn kemur saman í Bosníu.“

Umræðan er í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture