Annie hafði ekki mikið álit á Rebekuh fyrir eftir að hún dróst inn í Wagöthu Christie-málið á milli Coleen Rooney og Rebekuh. Nú þolir hún hana ekki og er að sögn vina hennar sama þó heimurinn viti af því.
Rebekah þvertekur fyrir að hafa verið að vísa í Walker með færslu sinni en nú er stríð farið af stað. Rebekah fór á samfélagsmiðla og kallaði Annie dyramottu.
„Ég vakna og sé nafn mitt enn og aftur í tengslum við æðislega sögu. Enn ein tilraunin til að ráðast á mig,“ segir Rebakah. „Það er fyndið að hún vilji nota mitt nafn í stað fólksins sem hlær að henni fyrir að vera dyramotta.
Hún þarf að einbeita sér að því sem er í gangi í hennar lífi í stað þess að ráðast á mig og draga mig inn í hennar drama. Ef þetta hefði verið um hana hefði ég merkt hana. Hún er heltekin af mér.“