fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Pirraður Ronaldo missti stjórn á skapi sínu eftir toppslaginn í gær

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 10. mars 2023 07:50

Mynd:Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo, fyrirliði Al-Nassr í Sádi Arabíu, var allt annað en sáttur með frammistöðu liðsins í gærkvöldi þegar að Al-Nassr þurfti að sætta sig við tap á heimavelli í toppslag deildarinnar gegn Al-Ittihad.

Myndbandsupptökur af því sem átti sér stað eftir leik varpa ljósi á það hversu mikill keppnismaður Ronaldo, sem hefur unnið fjöldan allan af titlum á sínum ferli, er. Sem fyrirliði og leikmaður Al-Nassr var hann auðsjáanlega allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins í leiknum.

Hann gat síðan ekki hamið skap sitt er hann nálgaðist leikmannagöngin og lét reiði sína bitna á hrúgu vatnsflaska sem lágu á hliðarlínunni.

Sigur Al-Ittihad á Al-Nassr í nótt sér til þess að breyting verður á toppi Sádi-Arabísku deildarinnar. Al-Ittihad situr nú í toppsætinu með 47 stig, einu stigi meira en Al-Nassr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“