fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Sá danski brjálaðist og nú má hann ekki mæta í vinnuna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. mars 2023 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jannik Vestergaard varnarmaður Leicester má ekki lengur mæta á æfingar eftir að hafa ákveðið að hjóla í Brendan Rodgers, stjóra liðsins.

Vestergaard gagnrýndi Rodgers harkalega fyrir að spila sér ekki meira og gagnrýndi liðsval hans í heild.

Leicester er í fallbaráttu en danski landsliðsmaðurinn hefur aðeins spilað þrjá leiki á þessu tímabili.

Vestergaard er á sínu öðru ári hjá Leicester en hefur ekki byrjað leik síðan í janúar árið 2022.

Rodgers hefur skipað Vestergaard að halda sig frá æfingasvæði félagsins og ljóst að hann fer líklega frá félaginu í sumar.

Vestergaard gat farið frá Leicester í janúar en kaus að gera það ekki þar sem eiginkona hans var á barmi þess að fæða barn á þeim tíma og var ráðlagt að ferðast ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“