fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Nýtur stuðnings stjórnar en stuðningsmenn West Ham eru að fá nóg af Moyes – ,,Þú veist ekki hvað þú ert að gera“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert laumunga­mál að staða knatt­spyrnu­stjórans David Moyes hjá enska úr­vals­deildar­fé­laginu West Ham United er mjög völt. West Ham stein­lá fyrir Brig­hton á úti­velli í gær og situr nú í 16. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fall­sæti.

,,Þú veist ekki hvað þú ert að gera,“ mátti heyra stuðnings­menn West Ham United syngja til David Moyes í þann mund sem liðið lenti fjórum mörkum undir gegn Brig­hton í gær.

Leik­menn West Ham fengu að heyra það frá stuðnings­mönnum sínum sem bauluðu bæði á þá þegar flautað var til hálf­leiks sem og þegar flautað var til leiks­loka.

The At­hletic hefur greint frá því að stjórn West Ham standi þétt við bakið á stjóra sínum sem hefur þó misst traustið sem hann hafði frá stórum hópi stuðnings­manna fé­lagsins.

,,Við brugðust sjálfum okkur,“ sagði Moyes í við­tali eftir leik gær­dagsins. ,,Þetta er án efa ein verstu úr­slit sem ég hef upp­lifað sem knatt­spyrnu­stjóri hér og lík­legast ein versta frammi­staða sem mitt lið hefur sýnt.“

Hann segist skilja stuðnings­mennina sem lýstu yfir ó­á­nægju sinni á meðan á leik stóð.

,,Stuðnings­mennirnir hafa verið að horfa á mjög gott lið undan­farin þrú ár, lið sem hefur verið að enda í 6. og 7. sæti í ensku úr­vals­deildinni, lið sem hefur komist í undan­úr­slit í Evrópu­keppni, lið sem endaði í efsta sæti í sínum riðli í Evrópu­keppni aftur.

Ég skil því vel að það sé erfitt að koma hingað til Brig­hton í daga og þurfa að horfa upp á þessa frammi­stöðu. Ég vona þó að stuðnings­mennirnir hafi þó séð það mikið af góðum hlutum undan­farin ár að það búi enn von í brjósti þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“