fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Brögð í tafli?: Ótrúleg atburðarás í leik Al-Nassr – ,,Spila þeir hér þar til Ronaldo vinnur?“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al-Nassr, með portúgölsku knatt­spyrnu­stjörnuna Cristiano Ron­aldo í farar­broddi, vann á dögunum 3-1 sigur gegn Al-Batin í sádi-arabísku úr­vals­deildinni. Stigin þrjú mikil­væg í bar­áttu Al-Nassr um meistara­titilinn en upp hafa vaknað spurningar í kjöl­far leiksins þess efnis hvort brögð séu í tafli.

Þannig slær þýski fjöl­miðillinn Bild upp spurningu í fyrir­sögn sinni í frétt um leikinn og spyr ein­fald­lega: ,,Spila þeir þar til Ron­aldo vinnur?“

Þannig er nefni­legast mál með vexti að lengi vel leit út fyrir að Al-Batin væri að fara af hólmi með afar ó­væntan sigur á Al-Nassr. Liðið hafði komist yfir snemma leiks en í upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma átti allt eftir að breytast.

Dómari leiksins á­kvað að bæta 12 mínútum við venju­legan leik­tíma undir lok leiks, eitt­hvað sem blaða­maður Mirror á erfitt með að átta sig á.

,,Lengd upp­bóta­tímans kom mörgum að ó­vörum, erfitt var að koma augu á það hvar slíkar tafir hefðu komið upp í leiknum. Leik­menn Al-Batin gerðu dómara leiksins grein fyrir ó­á­nægju sinni eftir leik.“

Á þessum tólf mínútum sem dómari leiksins bætti við, náðu leik­menn Al-Nassr að skora þrjú mörk og fara af hólmi með 3-1 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“
433Sport
Í gær

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“

Ásgerður segir þörf á naflaskoðun á Íslandi – „Finnst við aðeins sitja eftir, eiginlega í öllu“