Knatspyrnudeild KR var rekinn með miklu tapi á síðasta ári en stjórn deildarinnar gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi og að deildin verði rekinn með fínum hagnaði í ár. Í heildina var tapið á knattspyrnudeild kr 26 milljónir fyrir árið 2022.
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Rekstrartekjur KR voru 315 milljónir króna en útgjöld voru 340 milljónir.
Þungur rekstur virðist hafa verið í íslenskum fótbolta á síðasta ári en þar kemur einnig fram að knattspyrnudeild HK hafi verið rekinn með 16 milljóna króna tapi.
Fram hefur einnig skilað ársreikningi sínum og þar var tapið 3,5 milljón.
Segja má að algjört launaskrið hafi orðið hjá Fram á milli ára, árið 2021 var launakostnaður 49 milljónir króna en var rúmar 99 milljónir króna á síðasta ári. Fram seldi leikmenn fyrir tæpar 15 milljónir króna og hækkaði sú tala um tæpar 13 milljónir króna á milli ára.
Lestu allt um málið á vef Fréttablaðsins.