Maja Lindelöf eiginkona Victor Lindelöf varnarmanns Manchester United er ósátt með verðið á stúkunni sem hún og eiginmaður hennar leigja á Old Trafford.
Lindelöf hefur verið hjá United síðustu ár en hann og Maja leigja einkastúku á Old Trafford til að fylgjast með leikjum á heimavelli.
Maja er hins vegar ósátt með verðið or er haft eftir henni í enskum blöðum. „Hér fá leikmenn tækifæri til að leigja box, ég ætla ekki að segja ykkur hvað það kostar því upphæðin er ógeðsleg,“ segir hinn sænska, Maja.
„Ef þú tekur ekki box þá er litið á þig sem algjöran aumingja. Það er hins vegar geggjað að hafa svona box, þú ert með einkaþjón.“
Maja og Victor gætu flutt frá Manchester í sumar en varnarmaðurinn er í aukahlutverki hjá Erik ten Hag og gæti leitað annað í sumar.