Helgi Mikael Jónsson, dómari frá Íslandi fær miður fallega dóma um frammistöðu sína eftir að hafa dæmt leik hjá Liverpool og Porto í Meistaradeild unglinga í gær.
UM var að ræða leik í U19 ára flokki þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Liverpool vann í vítaspyrnukeppni.
Helgi Mikael dæmdi vítaspyrnu á Liverpool í leiknum og breskir blaðamenn vanda þeim íslenska ekki kveðjuna og segja dóm Helga algjöra vitleysu.
„Dómarinn hefur dæmt vítaspyrnu fyrir Porto og það eru allir í áfalli yfir því sem eru að horfa,“ skrifar blaðamaðurinn, Andy Kelly um vítaspyrnudóm Helga.
Don't want to overstate the matter, but that may well be one of the worst decisions I've ever seen. An appalling decision from the referee to give a penalty https://t.co/6x51RH32lD
— Ian Doyle (@IanDoyleSport) March 1, 2023
Ian Doley sem einnig er starfandi blaðamaður var ekki hrifinn. „Ég vil ekki vera með of stórar yfirlýsingar en þetta gæti verið ein versta ákvörðun sem ég hef séð. Skelfileg ákvörðun að dæma víti hjá dómaranum,“ skrifar Doyle.
Dóminnn má sjá eftir 50 sekúndur hér að neðan.
Eftir leik brutustu svo út slagsmál þar sem leikmenn Porto voru verulega ósáttir með tapið og endaði einn leikmaður Liverpool blóðugur í framan.
Slagsmálin má sjá hér að neðan.
Liverpool U19 vs FC Porto
U19 UEFA Youth Fight League:pic.twitter.com/0sjokxzjZJ— Football News Report (@roblox_edits__) March 2, 2023