Erik ten Hag stjóri Manchester United gaf leikmönnum sínum lítinn tíma til að fagna eftir sigurinn á Newcastle í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudag.
United mætir West Ham í bikarnum á morgun en Ten Hag segir frá því að Fred og Luke Shaw séu mjög tæpir fyrir leikinn.
Hann staðfesti einnig að Anthony Martial sé ekki leikfær fyrir leikinn á morgun.
„Komið ykkur aftur til starfa,“ sagði Ten Hag að hann hefði sagt við leikmennina sína eftir leik á sunnudag.
United er eins og fyrr segir enn í enska bikarnum og í Evrópudeildinni og þá er liðið að elta toppliðin, Manchester City og Arsenal í deildinni.
Ten Hag on his message to his players after lifting the Carabao Cup on Sunday: „Get back to work“.
— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) February 28, 2023