fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Stórstjarna sökuð um nauðgun um helgina – Kona og börn voru í fríi erlendis

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 08:24

Hakimi og eiginkona hans sem var í fríi þegar meint nauðgun átti sér stað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Achraf Hakimi, sem er á mála hjá Paris Saint-Germain, er til rannsóknar vegna meintrar nauðgunar á laugardaginn síðastliðinn. Franskir saksóknarar rannsaka meint brot hans.

Hinn 24 ára gamli Hakimi á að hafa boðið konu heim til sín um helgina. Eiginkona hans og börn eru stödd í fríi í Dúbaí. Þar er hann sakaður um að hafa brotið á konunni, sem er 23 ára gömul.

Meintur þolandi leitaði til lögreglu og lét vita af atvikinu en hún vildi ekki leggja fram kæru. Saksóknarar ákváðu samt að hefja rannsókn á málinu sökum alvarleika meintra brota Hakimi og stöðu hans í samfélaginu, en hann er heimsfrægur knattspyrnumaður.

Samkvæmt Le Parisien setti Hakimi sig fyrst í samband við meintan þolanda þann 16. janúar í gegnum Instagram. Hann bauð henni svo á heimili sitt á laugardag og sendi bíl á eftir henni.

Meintur þolandi segir að eftir að hún hafi komið heim til hans hafi hann farið að kyssa hana á munninn og lyft fötum hennar. Hann hafi síðan kysst á henni brjóstin þrátt fyrir mótmæli af hennar hálfu. Að lokum á Hakimi að hafa átt við hana samfarir gegn hennar vilja.

Konan sagði lögreglu að hún hafi náð að losna frá Hakimi með því að sparka í hann, áður en hún hafði samband við vin sem náði í hana.

Hakimi hefur ekki brugðist við ásökununum.

Hann hitti eiginkonu sína, Hibu, árið 2018 þegar hann var á mála hjá Dortmund. Þau giftu sig árið 2020 og eiga saman tvo syni.

Hakimi var staddur á verðlaunahátíð FIFA í gær. Þar var hann valinn í lið ársins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona