Sheikh Jassim frá Katar hefur hótað Glazer fjölskyldunni að ef hann fær ekki að kaupa allt félagið þá gangi hann burt frá borðinu.
Glazer fjölskyldan er nefnilega byrjuð að skoða það að selja aðeins minnihluta í félaginu frekar en allt félagið.
Sheikh Jassim ásamt fleiri aðilum hafa gert tilboð í allt félagið en CBS segir ekkert tilboðið vera í kringum 5 milljarða punda sem er verðmiðinn sem Glazer vill fá.
Frekari viðræður eru í gangi en Sheikh Jassim gæti hækkað tilboð sitt ef hann ætlar sér að fá allt félagið.
Búist er við að viðræður um þetta haldi áfram í mars og að niðurstaða ætti að fást í málið í mars.