Manchester United er sigurvegari enska deildabikarsins árið 2023 eftir leik við Newcastle.
Spilað var á Wembley vellinum í dag en Newcastle var án markmannsins Nick Pope og var Loris Karius á milli stanganna.
Karius tókst ekki að koma í veg fyrir tap síns liðs sem lenti undir eftir 33 mínútur er Casemiro skoraði með skalla.
Staðan var ekki lengi 1-0 en stuttu síðar var Sven Botman búinn að skora sjálfsmark og staðan 2-0 í leikhléi.
Það var síðasta mark leiksins og fagna Rauðu Djöflarnir titli á fyrsta tímabili Erik ten Hag.
Eftir leik þá sást Ten Hag með goðsögninni Sir Alex Ferguson sem er sigursælasti stjóri í sögu Man Utd.
— Manchester United (@ManUtd) February 26, 2023