Xavi þjálfari Barcelona telur að kaup Katara á Manchester United væru góð fyrir félagið og hann lofsyngur Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani sem fer fyrir hópnum sem reynir að kaupa félagið.
Xavi bjó í sex ár í Katar þar sem hann spilaði og þjálfaði Al-Sadd sem hefur verið besta félag landsins undanfarin ár.
Hann var svo sendiherra hjá Katar fyrir Heimsmeistaramótið þar í landi. „Ég á í mjög góðu sambandi við Sjeikinn og ég held að hann myndi gera mjög vel,“ sagði Xavi.
„Hann er mjög góð persóna og tekur starfi sínu alltaf mjög alvarlega.“
Glazer fjölskyldan skoðar nú þau tilboð sem bárust en einnig kemur til greina að fjölskyldan haldi í félagið.
Xavi mætir á Old Trafford í kvöld með Barcelona þar sem liðið mætir United í seinni leiknum í 24 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikurinn fór 2-2 á Spáni.