Alan Carling er afar óheppinn stuðningsmaður Newcastle United.
Hann sá sína menn tapa sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu gegn Liverpool á laugardag. Þegar hann kom heim frá leiknum bauð hans ekki fögur sjón.
Hundur Carling hafði þá tætt miða hans á úrslitaleik enska deildabikarsins á milli Newcastle og Manchester United á Wembley um næstu helgi.
Carling birti myndir af þessu á samfélagsmiðlum. „Þetta er hundurinn minn, Rudy. Hann heldur að póstur sem kemur inn um lúguna sé innrás á heimilið, helvískur.“
Hann grínaðist svo með að hann væri nú til í að selja hundinn.
„Hundur til sölu, fimm pund.“