Darwin Nunez framherji Liverpool skellti sér í búðina á dögunum með unnustu sinni en hann gaf gestum og gangandi tíma fyrir myndatöku.
Einn ungur drengur ákvað að fá mynd með Nunez sem var á skotskónum gegn Newcastle um helgina.
Þegar myndatöku var lokið ákvað drengurinn ungi að rífa sig úr peysunni og undir var treyja Manchester United.
United og Liverpool eru gríðarlegir erkifjendur en framherjinn frá Úrúgvæ hafði gaman af þessu.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
😂😂😂😂😂😂😂 pic.twitter.com/fkc8cAXQ0K
— Barstool Football (@StoolFootball) February 20, 2023