fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Eigandinn spreðar milljörðum en virðist lítið vita – Yfirgaf fund á dögunum eftir að hafa bullað endalaust

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 20:00

Todd Boehly, eigandi Chelsea, á leik Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Todd Boehly eigandi Chelsea hefur gengið um götur bæjarins og keypt allt það sem hann vill. Boehly eignaðist Chelsea síðasta sumar og hefur eytt yfir 500 milljónum punda í leikmenn.

Gengi Chelsea hefur verið arfaslakt á þessu tímabili en Boehly ákvað í upphafi tímabils rekið Thomas Tuchel og ráðið Graham Potter í hans starf.

Chelsea er um miðja deild og öll þessi eyðsla gæti orðið erfið fyrir bókhaldið ef Chelsea mistekst að ná Meistaradeildarsæti. Boehly var ekki meðvitaður um það að Chelsea væri ekki áskrift af því sæti ef marka má nýjustu tíðindi.

Á fundi á dögunum með umboðsmanni leikmanns þá var Boehly spurður að því hvernig hann ætlaði að fá þessa fjármuni til baka.

Boehly sagðist nú ekki hafa áhyggjur af því því Chelsea væri með öruggt sæti í Meistaradeildinni á hverju áru og svo væru sjónvarpssamningar góðir.

Þögn sló á salinn enda vita flestir að ekkert félag á öruggt sæti í Meistaradeildina, aðeins efstu fjögur liðin í ensku úrvalsdeildinni fá miða í Meistaradeildina að ári.

Einn umboðsmaðurinn hóf að útskýra þetta fyrir Boehly sem þagnaði en sagði. „Það er bull, við erum með á hverju ári,“ sagði Boehly en yfirgaf fundinn skömmu síðar.

Skömmu síðar snéri Boehly aftur á fundinn og játaði mistök en umboðsmaðurinn benti Boehly á að líklega væri Chelsea ekki á leið í Meistaradeildina að ári.

Þetta er ekki eina klúður Boehly eftir að hann eignaðist Chelsea en hann vildi spila 4-4-3 kerfið þegar Thomas Tuchel tók við. En aðeins ellefu leikmenn geta byrjað fótboltaleik en ekki tólf eins og Boehly vildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Í gær

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Í gær

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“