fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Eigandinn spreðar milljörðum en virðist lítið vita – Yfirgaf fund á dögunum eftir að hafa bullað endalaust

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 20:00

Todd Boehly, eigandi Chelsea, á leik Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Todd Boehly eigandi Chelsea hefur gengið um götur bæjarins og keypt allt það sem hann vill. Boehly eignaðist Chelsea síðasta sumar og hefur eytt yfir 500 milljónum punda í leikmenn.

Gengi Chelsea hefur verið arfaslakt á þessu tímabili en Boehly ákvað í upphafi tímabils rekið Thomas Tuchel og ráðið Graham Potter í hans starf.

Chelsea er um miðja deild og öll þessi eyðsla gæti orðið erfið fyrir bókhaldið ef Chelsea mistekst að ná Meistaradeildarsæti. Boehly var ekki meðvitaður um það að Chelsea væri ekki áskrift af því sæti ef marka má nýjustu tíðindi.

Á fundi á dögunum með umboðsmanni leikmanns þá var Boehly spurður að því hvernig hann ætlaði að fá þessa fjármuni til baka.

Boehly sagðist nú ekki hafa áhyggjur af því því Chelsea væri með öruggt sæti í Meistaradeildinni á hverju áru og svo væru sjónvarpssamningar góðir.

Þögn sló á salinn enda vita flestir að ekkert félag á öruggt sæti í Meistaradeildina, aðeins efstu fjögur liðin í ensku úrvalsdeildinni fá miða í Meistaradeildina að ári.

Einn umboðsmaðurinn hóf að útskýra þetta fyrir Boehly sem þagnaði en sagði. „Það er bull, við erum með á hverju ári,“ sagði Boehly en yfirgaf fundinn skömmu síðar.

Skömmu síðar snéri Boehly aftur á fundinn og játaði mistök en umboðsmaðurinn benti Boehly á að líklega væri Chelsea ekki á leið í Meistaradeildina að ári.

Þetta er ekki eina klúður Boehly eftir að hann eignaðist Chelsea en hann vildi spila 4-4-3 kerfið þegar Thomas Tuchel tók við. En aðeins ellefu leikmenn geta byrjað fótboltaleik en ekki tólf eins og Boehly vildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid

Alonso setur það í forgang að styrkja þessar tvær stöður hjá Real Madrid
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“
433Sport
Í gær

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Í gær

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist