fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Alfreð jafnaði met um helgina – Er nú í hópi með Eiði Smára og Viðari

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason var hetja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í gær er liðið spilaði við Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inná sem varamaður á 69 mínútu seinni hálfleiks.

Nordsjælland var lengi með forystuna í þessum leik eða þar til á 92. mínútu er röðin var komin að Alfreð. Alfreð jafnaði metin og tryggði jafntefli sem gerir þó ekki mikið fyrir Lyngby sem er með níu stig í neðsta sæti eftir 18 leiki.

Markið kemur framherjanum í góðra manna hóp en hann hefur nú skorað í átta löndum á ferli sínum sem er jöfnun á meti sem Eiður Smári Guðjohnsen og Viðar Örn Kjartansson eiga.

Auk þess að hafa skorað í Danmörku hefur Alfreð skorað á Íslandi, Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi og Þýskalandi.

Alfreð er 33 ára gamall en hann er að koma til baka eftir meiðsli en hjá Lyngby er Freyr Alexandersson þjálfari liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Í gær

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Í gær

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Í gær

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“