Manchester United 3 – 0 Leicester
1-0 Marcus Rashford(’25)
2-0 Marcus Rashford(’56)
3-0 Jadon Sancho(’62)
Manchester United vann öruggan og mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Leicester.
Spilað var á Old Trafford í Manchester og átti Marcus Rashford enn og aftur mjög góðan leik fyrir heimamenn.
Rashford hefur verið óstöðvandi á tímabilinu og skoraði fyrstu tvö mörk Man Utd í 3-0 heimasigri.
Bruno Fernandes átti einnig góðan leik fyrir Man Utd en hann lagði upp tvö mörk og þá það þriðja á Jadon Sancho.
Man Utd er í þriðja sæti deildarinanr með 49 stig, þremur stigum á eftir Manchester City sem er í því öðru.