Manchester United og Harry Maguire eru á sama máli um að best væri að enda samstarf þessara aðila í sumar.
Ensk blöð fjalla ítarlega um málið í dag og segja að þessi bráðum þrítugi varnarmaður hafi áttað sig á því að framtíð hans er ekki hjá Erik ten Hag.
Hollenski stjórinn hefur að mestu haft fyrirliðann á bekknum og treyst á þá Lisandro Martinez og Rapahael Varane.
United borgaði 80 milljónir punda fyrir Maguire árið 2019 en ensk blöð segja að líklega fái United ekki meira en 40 milljónir punda fyrir hann í sumar.
Maguire á fast sæti í enska landsliðinu og spilar vel þar en hefur ekki tekist að sanna ágæti sitt í rauðu treyjunni.
Varnarmaðurinn þénar 180 þúsund pund á viku en umboðsmaður hans fer á næstu vikum að skoða möguleika sumarsins.