fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Maguire meðvitaður um að tími hans hjá United sé á enda – Félagið fær miklu minna en það borgaði

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 08:39

Harry Maguire á förum frá Manchester United? / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Harry Maguire eru á sama máli um að best væri að enda samstarf þessara aðila í sumar.

Ensk blöð fjalla ítarlega um málið í dag og segja að þessi bráðum þrítugi varnarmaður hafi áttað sig á því að framtíð hans er ekki hjá Erik ten Hag.

Hollenski stjórinn hefur að mestu haft fyrirliðann á bekknum og treyst á þá Lisandro Martinez og Rapahael Varane.

United borgaði 80 milljónir punda fyrir Maguire árið 2019 en ensk blöð segja að líklega fái United ekki meira en 40 milljónir punda fyrir hann í sumar.

Maguire á fast sæti í enska landsliðinu og spilar vel þar en hefur ekki tekist að sanna ágæti sitt í rauðu treyjunni.

Varnarmaðurinn þénar 180 þúsund pund á viku en umboðsmaður hans fer á næstu vikum að skoða möguleika sumarsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta