fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Andri sagði sögu af íslenskum knattspyrnumanni sem fékk ekki launin sín – „Bitch Better Have My Money“

433
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn Steve Dagskrá hóf þátt sinn í dag á því að spila lagið Bitch Better Have My Money með Rihanna. Tvær ástæður voru fyrir því.

Rihanna hóf hálfleikssýningu á NFL leik um helgina á þessu lagi og svo fylgdi saga með af íslenskum knattspyrnumanni sem hafði notað þetta lag til að fá laun sín greidd hjá félagi hér á landi.

„Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta lag er að það var ónefndur fótboltamaður í ónefndu félagi, hann sendi linkinn á þetta lag. Youtube linkinn á launamanninn,“ sagði Andri Geir Gunnarsson annar af stjórnendum þáttarins.

Andri fór þá yfir þá staðreynd að íslensk félagslið eru oftar en ekki í vandræðum með að borga laun á réttum tíma.

„Eins og er vitað er eitt eða tvö lið sem borga fyrsta, hitt er ekki alltaf fyrsta. Það þarf að græja þetta, þarna var sendur linkur,“ sagði Andri sem ákvað að lokum að gefa upp hver leikmaðurinn er.

„Nú hefur rykið aðeins sest, ég ætla jafnvel að segja hver þetta var. Þetta var Guðmann Þórisson og ég ætla líka að láta það fylgja að hann var í FH,“ sagði Andri og greindi frá því að Guðmann Þórisson væri nú hættur í knattspyrnu.

„Bara linkurinn, ekkert meira.“

Guðmann er 36 ára gamall en hann fór í tvígang í atvinnumennsku. Þá lék hann með Breiðablik, FH, KA og Kórdrengjum hér á landi. Hann lék einn A-landsleik á ferli sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn

Kaupin á Everton loksins að ganga í gegn
433Sport
Í gær

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Í gær

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham