Treyjunúmerið tíu hjá Barcelona hefur hrapað verulega í sölum síðan Lionel Messi yfirgaf félagið.
Frá þessu greinir Diario AS en Messi er líklega mesta goðsögn í sögu spænska félagsins en fór til Paris Saint-Germain árið 2021.
Messi klæddist tíunni hjá Barcelona í langan tíma og var það auðvitað vinsælasta númerið í treyjusölum.
Ungstirnið Ansu Fati tók við númerinu eftir brottför Messi en er ekki á meðal sex efstu þegar kemur að sölum.
Tían hefur alltaf verið vinsælasta númerið á Nou Camp en leikmenn eins og Diego Maradona, Romario og Ronaldinho hafa klæðst því áður fyrr.
Fati er hins vegar ekki að skapa eins miklar vinsældir og vill fólk frekar kaupa treyjur með nafni Gavi, Pedri eða Robert Lewandowski.