Luqman Hakim gekk nýlega til liðs við Njarðvík á láni frá belgíska úrvalsdeildarfélaginu K.V. Kortrijk. Þetta hefur vakið athygli út fyrir landssteinanna.
Luqman er frá Malasíu, og er sóknarsinnaður leikmaður sem á alls tvo A landsleiki fyrir Malasíu, sem og ótal marga yngri landsleiki.
Hann er tvítugur og árið 2019 var hann á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu leikmenn heims.
Luqman var keyptur til K.V. Kortrijk frá heimalandi sínu árið 2020 og hefur síðan komið við sögu í tveimur leikjum fyrir félagið í belgísku úrvalsdeildinni, þar á meðal í einum leik á þessari leiktíð.
Þar fyrir utan hefur hann spilað fyrir u21 árs og varalið félagsins.
Luqman á greinilega marga aðdáendur í Malasíu. Instagram-reikningurinn Njardvikmalaysiafan hefur nefnilega verið búinn til og vakið mikla athygli. Þar hefur til dæmis leikjadagskrá Njarðvíkur verið birt.
Reikningurinn er þegar kominn með yfir tíu þúsund fylgjendur.
Það má heimsækja reikninginn á Instagram með því að smella hér.