Það að kaupa knattspyrnumenn dýrum dómi er áhætta, ekki er öruggt að þessi mikla fjárfesting skili sér.
Leikmenn eru oft keyptir á mikla fjármuni eftir gott gengi hjá öðru liði en ná svo ekki að fylgja því eftir.
The Sun hefur tekið saman draumalið með leikmönnum sem hafa ollið vonbrigðum á þessu tímabili, um er að ræða leikmenn sem keyptir voru síðasta sumar.
Þarna má finna Antony kantmann Manchester United og Raheem Sterling kantmann Chelsea sem keyptur var frá Manchester City.
Þarna eru líka tveir varnarmenn Chelsea og Kalvin Phillips sem Manchester City keypti frá Leeds en hefur ekki fundið sig.
Liðið sem The Sun valdi er hér að neðan.