Juventus heimsótti Salernitana í Serie A í dag og vann þægilegan sigur.
Fimmtán stig voru dregin af Juventus á dögunum og því enn mikilvægara en áður að vinna alla leiki.
Dusan Vlahovic kom þeim yfir á 26. mínútu í dag. Filip Kostic bætti við marki skömmu fyrir hálfleik.
Vlahovic innsiglaði 0-3 sigur Juventus með sínu öðru marki í upphafi seinni hálfleiks.
Úrslitin þýða að Juventus er í tíunda sæti deildarinnar, 13 stigum frá Meistaradeildarsæti.
Salernitana er í sextánda sæti með 21 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsvæðið.