fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Segja Atsu hafa fundist í rústunum í Tyrklandi – Fluttur á nærliggjandi sjúkrahús

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 6. febrúar 2023 20:41

Christian Atsu / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í­þrótta­blaða­maðurinn Saddick Adams, segir liðs­fé­laga gan­verska knatt­spyrnu­mannsins Christian Atsu hjá Hara­y­spor í Tyrk­landi hafa stað­fest að hann hafi fundist á rústum byggingar þar í landi eftir að jarð­skjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrk­land og Sýr­land í nótt.

Adams greinir ekki frá á­standi Atsu en segir hann hafa verið fluttan á nær­liggjandi sjúkra­hús. Hann segist vera í stöðugu sam­bandi við um­boð­steymi Atsu, sem á sínum tíma var á mála hjá ensku úr­vals­deildar­fé­lögunum Chelsea og New­cast­le United.

„Liðs­fé­lagi Atsu hefur stað­fest við þá að hann sé fundinn og hafi verið fluttur á nær­liggjandi sjúkra­hús. Búist er við yfir­lýsingu frá fé­lags­liði hans fljót­lega.“

Jarð­skjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrk­land og Sýr­land í nótt. Hann átti upp­tök sín nærri milljóna­borginni Gazian­tep í sam­nefndu héraði að sögn banda­rísku jarð­fræði­stofnunarinnar USGS.

Skjálftinn átti upp­tök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftir­skjálfti upp á 6,7.

Atsu er 31 árs gamall en hann kom árið 2013 til Chelsea en spilaði aldrei í deild fyrir fé­lagið, hann var lánaður til Vites­se, E­ver­ton, Bour­nemouth, Malaga og New­cast­le áður en hann fór frá fé­laginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Í gær

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir