Chelsea reynir þessa dagana að losa sig við Pierre-Emerick Aubameyang til Bandaríkjanna. Samkvæmt fréttum er félagið í viðræðum við Los Angeles FC.
Aubameyang er ekki í náðinni hjá Graham Potter stjóra Chelsea. Aubameyang var keyptur til Chelsea síðasta haust frá Barcelona.
Thomas Tuchel vildi þá ólmur frá framherjann frá Gabon, nokkrum dögum eftir kaupin var Tuchel rekinn.
Potter hefur ekki haft mikið álit á Aubameyang og henti honum meðal annars út úr Meistaradeildarhópi Chelsea fyrir helgi.
LA FC er eitt af sterkari liðum MLS deildarinnar en framherjinn frá Gabon gæti bratt haldið þangað. Félagaskiptaglugginn í Bandaríkjunum er opinn til 24 apríl.