Inter Milan vann grannaslaginn á Ítalíu í kvöld er liðið mætti AC Milan og leikið var á San Siro.
Það var ekki bullandi fjör í þessum leik en eina markið skoraði Lautaro Martinez fyrir Inter í fyrri hálfleik.
Fyrr í dag vann topplið Napoli lið Spezia 3-0 og er nálægt því að tryggja sér meistaratitilinn.
Inter er í öðru sætinu með 43 stig eftir sinn sigur en Napoli er á toppnum með 56 og hefur aðeins tapað einum leik.
Inter 1 – 0 AC Milan
1-0 Lautaro Martinez
Spezia 0 – 3 Napoli
0-1 Khvicha Kvaratskhelia(víti)
0-2 Victor Osimhen
0-2 Victor Osimhen