Nottingham Forest 1 – 0 Leeds
1-0 Brennan Johnson(’14)
Fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið er Nottingham Forest fékk Leeds í heimsókn.
Aðeins eitt mark var skorað í þessum leik en það gerði Brennan Johnson fyrir heimamenn í fyrri hálfleik.
Johnson tryggði Forest sigur með marki á 14. mínútu og um leið 13. sætið sem er ansi góður árangur.
Leeds er ekki í eins góðum málum og situr í 17. sætinu og stefnir allt í harða fallbaráttu.